Fjórði mánuðurinn

Hér er allt komið í rútínu, við búin að finna taktinn og farin að lifa Danskt!
Maggý elskar skólann sinn og er búin að taka þvílíkum framförum og er bara að lesa dönskuna eins og ekkert sé, bara eins og hún hafi aldrei gert annað. Hún er bara snillingur þessi elska og auðvitað eins og mamma sín, að sjálfsögðu, haha.
Hún er nú samt enn að svara á ensku en skilur rosalega mikið. Ég segi líka oft við hana eitthvað á dönsku og ef það er eitthvað sem hún er ekki viss á segir hún bara ohhh mamma getur þú ekki bara talað íslensku 🙂

Ég fór yfir til nágranna konunar….. loksins! þau voru svo almennileg að bjóða okkur í morgunkaffi fljótlega eftir að við komum og ég er búin að vera á leiðinni til hennar svo lengi. Hún er sjúklingur og er heima ein allann daginn svo þið hefðuð átt að sjá svipinn á henni þegar ég loksins drullaði mér yfir. Hún var svo ánægð og sagði ef við værum einhverntíman í vandræðum með pössun ættum við bara að láta vita. Svo kom það upp að við fórum í jarðarför og Maggý var hjá henni. Þvílíkt sem þær skemmtu sér, þær voru að spila þegar ég kom að sækja Maggý og ég þurfti sko bara að bíða þar til þær kláruðu.
Þau eru svo almennileg, svo kom maðurinn hennar með viðarkubba handa okkur í kamínuna. Þau eru bara þau yndislegustu!

Áki er að vísu heima núna, hann er eitthvað að stunda læknaheimsóknir út af brjósklosinu og það kemur út úr því vonandi í þessum mánuði. Ég hélt að ég myndi kirkja hann á því að hafa hann heima og þvælast fyrir mér, en það hefur ekki gerst…. ennþá 😉

Ég er svo búin að kynnast fullt af fólki í gegnum Baca hér í Danmörku og þar er sko í nógu að snúast svo það er bara hið besta mál. Gott að hafa eitthvað að stefna að og hitta fólk 🙂

Well þetta er nóg í bili, hafið það sem best krakkar mínir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.