Jibbí jey!

Við er sko aldeilis búin að kaupa húsið sem við leigðum hér í DK. GEGGJAÐ!
Við græjuðum allt rétt um 1. maj en formleg yfirtaka var 15.05.2020.
Fyrsta sem við gerðum var að taka út innréttingu inni í þvottahúsi og komum fyrir fataskáp svo þvotturinn fer beint úr þurrkaranum og inn í skáb og svo er baðherbergið innaf þvottahúsinu svo þetta er eins og eitt stórt fataherbergi. Algjör lúxus.

Svo er Jochim fluttur til okkar kom 18.04.2020 og við parketlögðum herbergið hans og svo núna um helgina fóru þeir bræður og Joachim í að parketleggja stofurnar.

Óli og Rebekka eru nefnilega í heimsókn. Þau eru yndi bara ef þið vissuð það ekki ❤
Óli lenti í því að skríða ofan í lítið gat í gólfinu og skríða í sandi og kongulóavef (jakk) og hann var að laga undirstöður hér og þar fyrir gólfið og skoða hvernig þetta liti út þarna ofan í. Allt fékk góða einkunn og hann lagaði sem þurfti og svo kom hann haugskítugur upp.

Vil bara nefna að teppið sem var á var ógeð! það hefur verið límt niður en bara svona einhverstaðar, eins og það hafi bara verið hent slummu hér og þar, og svo blettirnir í plönkunum sem voru undir (oj) brennt hundapiss og límið sem var, var sumt með svona svörtum blettum (ugh).

En núna maður minn, ferska loftið í húsinu og hvað stofurnar hafa stækkað við þetta. Hefði ekki trúað að svona lítið myndi gera svona mikið.

Skólinn er aftur byrjaður hjá dömunni og það er búið að breyta aðeins stundarskránni en allt til hins góða bara. Kennarinn hafði samband við okkur og nú er búið að setja saman teimi í kringum hana og nú verður farið á fullt að vinna í dömunni. Það gengur ekkert smá vel að lesa og stærðfræðin er ekkert mál. Tala nú ekki um enskuna!

EN núna er komin háttartími á stúlkubarnið svo til next time……

Apríl 2020

Bara smá hint svona í byrjun…. ef þú þart að skrifa undir mikilvægt skjal td. þá mundu að skrifa 2020 ekki bara 20, því það getur einhver breytt því td. í 20(18). Semsagt alltaf að skrifa allt árið!

Jæja, hér úr DK er allt gott að frétta og fengum við þær fréttir 1.apríl (ég veit) að við gætum keypt húsið sem við erum í. Það þýðir þá að í stað fyrir að borga 6.000 í leigu munum við borga ca. 2.500-3.000 á mánuði. Svo það sem skeður hér er að maður borgar húsið niður en ekki bara vexti endalaust.

Við erum í samkomubanni eins og flestir en hér er líka búið að loka öllum skólum og var það gert fyrir 2 vikum síðan. Svo það er búið að vera “homeschooling” hérna. Það hefur gengið framar öllu og það er virkilega gaman að fylgjast með henni læra annað en þetta venjulega heimanám. Svo sé ég það að verkefnin sem hún tekur á netinu fyrir enskuna eru bara allt of létt fyrir hana! Hún átti td. að segja frá hvað hún sá á mynd sem var með veitingahúsi og orðin sem hún kann eru ótrúlega mörg, ég var alltaf jæja nú er þetta komið gott, en nei hún fann alltaf eitthvað meira, listinn var orðin svo langur að ég er viss um að kennarinn hefur ekki lesið hann allan. Svo næsta haust ætla ég að byðja um erfiðari verkefni fyrir hana. Það er gott núna að hún hafi eitthvað sem er létt og hún finnur að hún ráði við svona á meðan hún er að ná tökum á dönskunni.
Eftir heimanám er skylda að horfa á tvær myndir á dönsku, henni finnst það nú ekkert leiðinlegt að vera skipað til að horfa á sjónvarp, hahahaha.

Vellíðan

2 vikur á CBD olíu og ég er með helmingi minni vefjagigtarverki.
Maginn en betri, nú þarf ég ekki að bíða með að fara út á morgnana. Þurfti alltaf að bíða eftir sprengingunni! En nú er allt eðlilegt, kemur þegar það kemur og ég get stjórnað þessu, áður fyrr var nánast engin fyrirvari og búmm!

Ég var að byrja í dag á digatistive dufti sem ég ætla að segja ykkur betur frá þegar nær dregur.
Ætla að blanda það út í prótein með súkkulaðibragði og nota mjólk og bæði eru frá Kannaway.

Þetta er spenanndi!

Kannaway CBD olía

Ég er byrjuð að taka CBD olíuna frá Kannaway. Hún fæst í mörgum útgáfum eða formum, td. vape’i, tyggjói, próteini og svo eru húðvörur.
Ég gaf vinkonu minni að smakka semsagt olíu og tyggjó og hún var alveg ók, ég veit ekki hvort ég sé orðin biluð en mér finnst ég bara vera betri í hendinni! Hún fékk ágætist skammt til að prufa og ég er svo sammála henni að þetta er sko að virka vel.
Þeir sem vilja prufa hafið samband við mig og ég græja ykkur í kerfið.
Það er engin bundin við að vera í áskrift eða svoleiðis þú getur verið bara kúnni og keypt einstakar vörur. En svo að sjálfsögðu ef þið langar svo í eitthvað meira þá ræðum við það bara.

En tjékk’itt át….. https://sifandersen.kannaway.com

Sjálfboðavinna

Ég fór í dag í sjálfboðavinnu sem er á miðvikudögum frá 9-12.
Þar er verið að skrá gömul skjöl og einnig skanna inn helling af efni.
Þær voru 5 þarna eldhressar aðeins eldri en ég samt en þvílíkir gleðipinnar!
Ég ætla mér að mæta þarna á miðvikudögum því þær þurfa svo sannarlega hjálp (einnig eina með tölvukunnáttu) og svo var þetta bara svo gaman. Skoða eldgömul skjöl td. eitt frá 1824 sem var samningur um kaup á lóð. Þar var rínt og snúið til að lesa úr undirskriftum osf. Gömul danska og gaman að sjá bara hvað það er verið að gera. Svo skráist þetta inn jafnóðum og fer beint á netið í leitargrunninn. Semsagt mjög gaman að gera eitthvað annað og tala nú ekki um að geta hjálpað öðrum sem eru líka þakklátir fyrir aðstoð.

🙂

Fjórði mánuðurinn

Hér er allt komið í rútínu, við búin að finna taktinn og farin að lifa Danskt!
Maggý elskar skólann sinn og er búin að taka þvílíkum framförum og er bara að lesa dönskuna eins og ekkert sé, bara eins og hún hafi aldrei gert annað. Hún er bara snillingur þessi elska og auðvitað eins og mamma sín, að sjálfsögðu, haha.
Hún er nú samt enn að svara á ensku en skilur rosalega mikið. Ég segi líka oft við hana eitthvað á dönsku og ef það er eitthvað sem hún er ekki viss á segir hún bara ohhh mamma getur þú ekki bara talað íslensku 🙂

Ég fór yfir til nágranna konunar….. loksins! þau voru svo almennileg að bjóða okkur í morgunkaffi fljótlega eftir að við komum og ég er búin að vera á leiðinni til hennar svo lengi. Hún er sjúklingur og er heima ein allann daginn svo þið hefðuð átt að sjá svipinn á henni þegar ég loksins drullaði mér yfir. Hún var svo ánægð og sagði ef við værum einhverntíman í vandræðum með pössun ættum við bara að láta vita. Svo kom það upp að við fórum í jarðarför og Maggý var hjá henni. Þvílíkt sem þær skemmtu sér, þær voru að spila þegar ég kom að sækja Maggý og ég þurfti sko bara að bíða þar til þær kláruðu.
Þau eru svo almennileg, svo kom maðurinn hennar með viðarkubba handa okkur í kamínuna. Þau eru bara þau yndislegustu!

Áki er að vísu heima núna, hann er eitthvað að stunda læknaheimsóknir út af brjósklosinu og það kemur út úr því vonandi í þessum mánuði. Ég hélt að ég myndi kirkja hann á því að hafa hann heima og þvælast fyrir mér, en það hefur ekki gerst…. ennþá 😉

Ég er svo búin að kynnast fullt af fólki í gegnum Baca hér í Danmörku og þar er sko í nógu að snúast svo það er bara hið besta mál. Gott að hafa eitthvað að stefna að og hitta fólk 🙂

Well þetta er nóg í bili, hafið það sem best krakkar mínir.

Koma sér fyrir

Þá erum við búin að koma okkur vel fyrir og erum komin með öll gögn og pappíra sem þurfa og komin með debetkort og alles.

Áki hefur ekki stoppað síðan hann kom, búin að spasla og þrífa allt að utan og slá garðinn held ég þrisvar.
Í morgun byrjaði hann á námskeiði til að endurnýja EU-skírteinið. Hann byrjar svo að vinna 26.ágúst.
Var að spá í að kíkja á málningu og láta karlinn mála aðeins í stofunni. Hér var allt eins og gatasigti svo margar hillur og dót hafði kéllingin rifið niður og eftir voru bara götin. Svo það veitir ekkert af að mála aðeins. En það liggur svo sem ekkert á en bara að nýta kallinn í fríinu, haha.

Annars er búið að vera mjög gott veður og heilmikill gestagangur þó svo að ég sé bara búin að vera hérna í mánuð(í gær).
Svo koma Joachim og Álfheiður þann fyrsta ágúst, það verður svo gott að fá þau!

En núna eru 28 gráður á símanum 🙂
Ætla út að njóta!