Hnéspeglun

Ég fór í aðgerð á hné þar sem liðþófinn var lagaður en hnéð er víst ónýtt, það er svo slitið sagði Guðni bæklunarlæknir. Hann sagði meira að segja að ég væri eins og 67 ára það slitið væri það.
En hvað haldið þið? ég fór í þessa aðgerð í gær fimmtudag (23.5.19) og þegar ég kom heim leið mér svona vel þannig lagað. Fanney vinkona kom í heimsókn og sagði mér að auglýsa íbúðina til leigu og ég sagði henni nú bara að líta í kringum sig því það var bókstaflega allt á hvolfi. Hún stóð nú ekki á svari eins og vanalega og sagði komdu ég hjálpa þér! Jújú ég ný komin úr aðgerð ég gæti nú bara sagt henni hvar hlutirnir ættu að vera. Það gerði ég…. og tók til með henni 😦 uppi og niðri allt spikk og span nema það þarf að ryksuga og skúra. En annars fór hún eins og stormsveipur um íbúðina og ég á eftir henni.
Þegar við vorum búnar um 17.30 þá fékk ég mér eina verkjatöflu, ég jú fann orðið aðeins til. Ég ætla ekki að segja hér hvað þær urðu margar í gær en ég var sárkvalin þegar ég skreið upp í rúm um 21.00. Ég náði loksins að sofna og vaknaði ágætlega verkjuð en lét mig hafa það að skreppa á pósthúsið (tvisvar) og svo þriðju ferðina út aftur í apótekið að sækja meiri verkjalyf.
Svo fór ég upp í rúm um þrjú leitið og lá til hálf sex. Ég ætlaði ekki að komast niður!
En það hafðist á endanum og ég settist inn í stofu og var bara að dunda mér í símanum. En svo var ég bara orðin þannig að ég gat ekki stigið í fótinn 😮
Ég náði að koma mér við borðstofuborðið og borða, fór svo inn á wc til að græja mig því ég ætlaði ekki að þurfa að fara niður aftur fyrr en á morgun. Enþá var mér nokkuð ljóst að ég væri bara ekki að fara upp án hjálpar. Ég sendi út neyðarskilaboð og mér bárust hækjur. Ég komst upp og er núna uppi í rúmi. Ég sem ætlaði að vera komin út að hjóla bara eftir 3 daga ca. en miðað við stöðuna núna er það ekki að fara að gerast. Ég ætla samt að trúa því að ég verði orðin góð á morgun!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.