Danmörk

Nú var sett í sjötta gír og ætlum við að flytja út til Danmerkur aftur.
Þvílíka tilhlökkunin!
Það hefur alltaf verið þannig hjá okkur að við erum yfirleitt sammála um allt og þegar við ræðum breytingar eru þær gerðar á núll einni.
Við erum komin með svaðalegt hús á leigu í Brændstrup á suður jótlandi.
Það er mjög lítill bær nánast bara svona þyrping, aðeins 200 manns sem búa þarna. En það eru 4 km í hvora átt og þá erum við komin í stærri bæi. Einn þeirra er staðurinn sem við bjuggum á síðast þegar við bjuggum í DK og þar er bíó og sundlaug í sama húsinu (huges) og allt það helsta sem við þurfum.
Við stefnum að því að flytja í kringum 1.júlí eða þá fáum við húsið afhent.
Skólinn Maggýar er í næstu götu svo hún mun labba í skólann eða hjóla. Þetta er lítill skóli eða svipað og hér á Sigló, það eru 150 krakkar frá 0-9 bekk og eru krakkarnir að koma allstaðar að, það er rúta í eigu skólans sem sækir og skilar börnunum.
Maggý er mjög spennt enda búin að tala um lengi hvenær við ætlum að flytja, meira að segja er hún búin að segja þetta þegar við keyptum hér í Lækjargötunni.
Þá hefur hún verið að meina eitthvað annað en innan Siglufjarðar. Svo nú rætist óskin hennar heldur betur.
En Áki verður að keyra flutningabíl (innanlands) svo hann verður ekki í langtúrum. Kemur bara heim á daginn eins og í venjulegri vinnu. Síðast þegar hann keyrði þá var hann viku að heiman og kom á föstudegi eða laugardegi og var farinn aftur á sunnudegi.
Svo er þetta búið að vera lyginni líkast því við erum búin að selja báða bílana, svo nú er bara mótorhjólið mitt eftir. Svo erum við komin með 3 aðila sem vilja leigja íbúðina okkar.
Þetta er bara að ganga upp og fljótt fyrir sig að ég er varla búin að átta mig á þessu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.