Flutningar

Þetta er heldur betur að gerast hratt!
Allt virðist bara seljast….Bílarnir, mótorhjólið, mublurnar og leikföng og aðrir hlutir. Ég er mest búin að auglýsa á Siglfirðinga síðunni á fb og allt fer bara þetta er lyginni líkast. Það er bara eins og þetta eigi að gerast, það er hreinlega allt að ganga upp.

Við ætlum að ganga frá flugmiðum fyrir mig og Maggý og svo ferjumiða fyrir Áka á morgun. Þá er þetta orðið í alvöru.
Dótið fer í kassa núna á næstu dögum, er reyndar búin að setja mikið í kassa en allt það sem við erum að nota er eftir. En málið er að ég þarf að klára þetta síðasta lagi þann 13.júní þar sem við erum að fara suður þann 14.júní og við komum ekki heim fyrr en þann 16.júní og þá þurfa kassarnir að fara daginn eftir inn á Akureyri og verða settir þar í bíl sem ferjar þetta fyrir okkur út til Danmerkur.
Jökla er að fara í sprautu á miðvikudaginn og þarf einhverjar fleiri væntanlega en hún fer með mér og Maggý í flugið.
Hún er óttarleg kisa greyjið svo ég vona að flugið fari ekki illa með hana. Ég mun hafa standslausar áhyggjur af henni í öllu fluginu, það er bara þannig sko. Það er sér rými sem er upphitað fyrir dýr en það er þar sem farangurinn er held ég 😮

En við fengum leigusamninginn undirritaðan frá DK í dag svo það er allt klappað og klárt þar. Ég er búin að finna mér mótorhjól sem mig langar í 🙂 og við erum búin að finna okkur bíl líka. Eina sem vantar eru danskar kennitölur svo við getum drifið í þessum kaupum öllum.

En spáið í því að það er svo dýrt að flytja dótið út að það kemur betur út að selja það sem við eigum og kaupa alveg nýtt úti, gámur kostar milli 500-800 þúsund.
Bara fjögur bretti sem við tökum með okkur er 220 þúsund. Svo kostar 50 þúsund að flytja dótið til Akureyrar. En svona er það þegar maður á orðið svo mikið af persónulegum munum eða hlutum sem þú getur ekki keypt að þá verður maður að taka það með. Annars eru kannski fjögur bretti ekki svo mikið á því eru líka eitt hjónarúm og eitt barnarúm.

En allavega þetta er að gerast!!!! Danmark vi er på vej!!!!

Hnéspeglun

Ég fór í aðgerð á hné þar sem liðþófinn var lagaður en hnéð er víst ónýtt, það er svo slitið sagði Guðni bæklunarlæknir. Hann sagði meira að segja að ég væri eins og 67 ára það slitið væri það.
En hvað haldið þið? ég fór í þessa aðgerð í gær fimmtudag (23.5.19) og þegar ég kom heim leið mér svona vel þannig lagað. Fanney vinkona kom í heimsókn og sagði mér að auglýsa íbúðina til leigu og ég sagði henni nú bara að líta í kringum sig því það var bókstaflega allt á hvolfi. Hún stóð nú ekki á svari eins og vanalega og sagði komdu ég hjálpa þér! Jújú ég ný komin úr aðgerð ég gæti nú bara sagt henni hvar hlutirnir ættu að vera. Það gerði ég…. og tók til með henni 😦 uppi og niðri allt spikk og span nema það þarf að ryksuga og skúra. En annars fór hún eins og stormsveipur um íbúðina og ég á eftir henni.
Þegar við vorum búnar um 17.30 þá fékk ég mér eina verkjatöflu, ég jú fann orðið aðeins til. Ég ætla ekki að segja hér hvað þær urðu margar í gær en ég var sárkvalin þegar ég skreið upp í rúm um 21.00. Ég náði loksins að sofna og vaknaði ágætlega verkjuð en lét mig hafa það að skreppa á pósthúsið (tvisvar) og svo þriðju ferðina út aftur í apótekið að sækja meiri verkjalyf.
Svo fór ég upp í rúm um þrjú leitið og lá til hálf sex. Ég ætlaði ekki að komast niður!
En það hafðist á endanum og ég settist inn í stofu og var bara að dunda mér í símanum. En svo var ég bara orðin þannig að ég gat ekki stigið í fótinn 😮
Ég náði að koma mér við borðstofuborðið og borða, fór svo inn á wc til að græja mig því ég ætlaði ekki að þurfa að fara niður aftur fyrr en á morgun. Enþá var mér nokkuð ljóst að ég væri bara ekki að fara upp án hjálpar. Ég sendi út neyðarskilaboð og mér bárust hækjur. Ég komst upp og er núna uppi í rúmi. Ég sem ætlaði að vera komin út að hjóla bara eftir 3 daga ca. en miðað við stöðuna núna er það ekki að fara að gerast. Ég ætla samt að trúa því að ég verði orðin góð á morgun!

Danmörk

Nú var sett í sjötta gír og ætlum við að flytja út til Danmerkur aftur.
Þvílíka tilhlökkunin!
Það hefur alltaf verið þannig hjá okkur að við erum yfirleitt sammála um allt og þegar við ræðum breytingar eru þær gerðar á núll einni.
Við erum komin með svaðalegt hús á leigu í Brændstrup á suður jótlandi.
Það er mjög lítill bær nánast bara svona þyrping, aðeins 200 manns sem búa þarna. En það eru 4 km í hvora átt og þá erum við komin í stærri bæi. Einn þeirra er staðurinn sem við bjuggum á síðast þegar við bjuggum í DK og þar er bíó og sundlaug í sama húsinu (huges) og allt það helsta sem við þurfum.
Við stefnum að því að flytja í kringum 1.júlí eða þá fáum við húsið afhent.
Skólinn Maggýar er í næstu götu svo hún mun labba í skólann eða hjóla. Þetta er lítill skóli eða svipað og hér á Sigló, það eru 150 krakkar frá 0-9 bekk og eru krakkarnir að koma allstaðar að, það er rúta í eigu skólans sem sækir og skilar börnunum.
Maggý er mjög spennt enda búin að tala um lengi hvenær við ætlum að flytja, meira að segja er hún búin að segja þetta þegar við keyptum hér í Lækjargötunni.
Þá hefur hún verið að meina eitthvað annað en innan Siglufjarðar. Svo nú rætist óskin hennar heldur betur.
En Áki verður að keyra flutningabíl (innanlands) svo hann verður ekki í langtúrum. Kemur bara heim á daginn eins og í venjulegri vinnu. Síðast þegar hann keyrði þá var hann viku að heiman og kom á föstudegi eða laugardegi og var farinn aftur á sunnudegi.
Svo er þetta búið að vera lyginni líkast því við erum búin að selja báða bílana, svo nú er bara mótorhjólið mitt eftir. Svo erum við komin með 3 aðila sem vilja leigja íbúðina okkar.
Þetta er bara að ganga upp og fljótt fyrir sig að ég er varla búin að átta mig á þessu.

Mótorhjólaferð í DK

Nú er að koma að þessu skal ég nú bara segja ykkur!
Við eigum flug mánudags morgun og ætlum við að fara á hótel í keflavík á morgun.
Það er nú bara í fyrsta skipti sem ég prufa það. Líka verður mega næs að þurfa ekki að vakna of snemma til að ná fluginu það verður svo stutt á völlinn.
En mánudagurinn fer líklegast bara í ferðalag þar sem við fengum ekki flug til Billund (byrjar ekki fyrr en í maí) og þurfum þ.a.l. að fara frá köben til suður jótlands. En ég get lofað ykkur því að þriðjudagurinn verður helgaður hjólinu, klappa því og skipta um olíu og ætli ég þvoi það ekki bara sjálf svona einu sinni sakna þess svo mikið sko. Svo verður maður nú að prufa það aðeins svona til að sjá að allt sé ok.
Svo fer ég 2.maí niður í padborg að hitta allar wrwr gellurnar og þaðan förum við upp í Aabenraa í gistingu. Síðan er það 3.maí sem við förum af stað til köben að hitta svíana 🙂
Þetta er svo spennandi leyfi ykkur að fylgjast með.

Guðni Th.

Ég fékk lánað hjól og fatnað og fór í hjólaferð með fjölskyldunni minni, B.A.C.A. á sumardaginn fyrsta. Við fylgdum Forseta Íslands á Audi’inum hans niður í skeifu þar sem hann hitti Blátt Áfram sem var að byrja sölu á ljósinu sínu. Keypti hann fyrsta ljósið og þá gat salan hafist. Ég notaði tækifærið og keypti líka eins og forsetinn okkar.
Svo fylgdum við honum áleiðis tilbaka.
Við ætluðum svo að hjóla niður á torg en hvað sem við reyndum var allstaðar lokað vegna einhvers hlaups sem í gangi var, svo ekki komumst við þangað.
En váá hvað það var geggjað að komast út að hjóla! Raven lánaði mér hjólið sitt og það var eins og hugur minn, fannst ég bara vera að hjóla á mínu hjóli svo gott var það.

Miðvikudagur

Mér er búið að finnast í allan dag að það væri komin föstudagur.  Bæði var ég að vinna til 19 í dag í Vínbúðinni sem er föstudags opnun og svo eru komnir páskar.
En svona er þetta bara og það er nú barasta miðvikudagur…

Sem leiðir mig að öðru sem er að ég er búin að vera á ketó í níu daga.  Ég var með þvílíka ketó flensu í gær og svo fram að kl. 15 í dag.  Það var hausverkur, ógleði, svimi og þreyta.  En ég borðaði mikið grænt í gær og í dag og það hefur örugglega haft sitt að segja að hún varði ekki lengur en þetta.  ENN hvað haldið þið? það eru fokin 3 kg á þessum níu dögum! Hreint ótrúlegt. Svo er öll nartþörf horfin, ég drekk rosalega mikið vatn (kristal), meira að segja er ég farin að þamba eina dós rétt fyrir háttinn, vakna svo í spreng.

Annars er ekkert annað að frétta nema að ef ég er ekki í vinnunni þá er ég uppi í fjalli í sjoppunni 🙂 Mig langar nú samt að stelast eina ferð en ég finn bara hvernig mér versnar í hnénu við að stappa í vinnunni þannig að ég held það sé ekki ráðlagt að fara á skíði.

🙂

Dagur fimm

Þá er ég búin að vera 5 daga á ketó og það gengur vel.  Dagur tvö var erfiðastur, shift hvað mig langaði í allt og sérstaklega prótein stykkin mín!  Eeeeen ég lifði daginn af.
Svo var það dagurinn í dag….. OMG. Var æi sjoppunni í allan dag og við erum að tala um, samlokur, pylsur, hamborgarar og franskar, vöfflur með sultu og rjóma, kleinuhringir,heitt kakó og nammi.
En mín tæklaði þetta létt! Fyrstu klukkutímarnir voru erfiðastir því ég byrja yfirleitt á því að fá mér vöfflu með sultu og rjóma þegar ég mæti.  Þetta var meira svona að muna að ekki að stinga upp í sig heldur en að langa í.  Svo um þrjúleitið fékk ég mér hammara með osti og sleppti brauðinu, það var ljúft og rann vel niður, þá var mín líka mega sátt 🙂
En dagarnir hafa verið mjög fljótir að líða svo ég hef engar áhyggjur af þessu.  Það er sagt að þegar þú byrjar á ketó áttu að taka tvær vikur í röð á hreinu ketó og síðan eftir þær máttu hlaða.  Með því að hlaða þá þíðir það að þú mátt taka einn dag sem þú borðar kolvetni.  í mínu tilfelli verður það föstudagskvöld til Laugardagskvölds.  Semsagt föstudagskvöldmaturinn getur verið pizza eða pasta eða álíka og svo gæti ég endað kvöldið á nammikvöldi.  Síðan sé ég fyrir mér amerískar pönnukökur í morgunmat og eitthvað sukk og enda svo daginn á sukk kvöldverði og þá er hleðslan búin.
Svo tekur við vika og svo endurtekur þetta sig. En það mikilvæga í þessu er þegar þú byrjar að borða ketó í tvær vikur fyrst, ekkert svindl.
Ég er nú þegar farin að kanna hvort Egils Lite bjórinn sé ekki bara ketó vænn en hef fundið á einum stað að hann sé með 1 eða 2,6 carbs. Þá er ég að tala um 330ml.  Ef þetta reynist rétt gæti ég hugsanlega mögulega fengið mér einn á viku og ekki endilega á hleðsludögum.  En eins og er langar mig ekki í en ef ég fæ skilaboð frá vinkonu að þá slæ ég til og leyfi mér einn…. En ef einhver veit eitthvað um þetta mál þar að segja með þessi kolvetni þá endilega segjið mér það og ekki seinna en í gær, hahahaha.
Skál!