Hnéspeglun

Ég fór í aðgerð á hné þar sem liðþófinn var lagaður en hnéð er víst ónýtt, það er svo slitið sagði Guðni bæklunarlæknir. Hann sagði meira að segja að ég væri eins og 67 ára það slitið væri það.
En hvað haldið þið? ég fór í þessa aðgerð í gær fimmtudag (23.5.19) og þegar ég kom heim leið mér svona vel þannig lagað. Fanney vinkona kom í heimsókn og sagði mér að auglýsa íbúðina til leigu og ég sagði henni nú bara að líta í kringum sig því það var bókstaflega allt á hvolfi. Hún stóð nú ekki á svari eins og vanalega og sagði komdu ég hjálpa þér! Jújú ég ný komin úr aðgerð ég gæti nú bara sagt henni hvar hlutirnir ættu að vera. Það gerði ég…. og tók til með henni 😦 uppi og niðri allt spikk og span nema það þarf að ryksuga og skúra. En annars fór hún eins og stormsveipur um íbúðina og ég á eftir henni.
Þegar við vorum búnar um 17.30 þá fékk ég mér eina verkjatöflu, ég jú fann orðið aðeins til. Ég ætla ekki að segja hér hvað þær urðu margar í gær en ég var sárkvalin þegar ég skreið upp í rúm um 21.00. Ég náði loksins að sofna og vaknaði ágætlega verkjuð en lét mig hafa það að skreppa á pósthúsið (tvisvar) og svo þriðju ferðina út aftur í apótekið að sækja meiri verkjalyf.
Svo fór ég upp í rúm um þrjú leitið og lá til hálf sex. Ég ætlaði ekki að komast niður!
En það hafðist á endanum og ég settist inn í stofu og var bara að dunda mér í símanum. En svo var ég bara orðin þannig að ég gat ekki stigið í fótinn 😮
Ég náði að koma mér við borðstofuborðið og borða, fór svo inn á wc til að græja mig því ég ætlaði ekki að þurfa að fara niður aftur fyrr en á morgun. Enþá var mér nokkuð ljóst að ég væri bara ekki að fara upp án hjálpar. Ég sendi út neyðarskilaboð og mér bárust hækjur. Ég komst upp og er núna uppi í rúmi. Ég sem ætlaði að vera komin út að hjóla bara eftir 3 daga ca. en miðað við stöðuna núna er það ekki að fara að gerast. Ég ætla samt að trúa því að ég verði orðin góð á morgun!

Danmörk

Nú var sett í sjötta gír og ætlum við að flytja út til Danmerkur aftur.
Þvílíka tilhlökkunin!
Það hefur alltaf verið þannig hjá okkur að við erum yfirleitt sammála um allt og þegar við ræðum breytingar eru þær gerðar á núll einni.
Við erum komin með svaðalegt hús á leigu í Brændstrup á suður jótlandi.
Það er mjög lítill bær nánast bara svona þyrping, aðeins 200 manns sem búa þarna. En það eru 4 km í hvora átt og þá erum við komin í stærri bæi. Einn þeirra er staðurinn sem við bjuggum á síðast þegar við bjuggum í DK og þar er bíó og sundlaug í sama húsinu (huges) og allt það helsta sem við þurfum.
Við stefnum að því að flytja í kringum 1.júlí eða þá fáum við húsið afhent.
Skólinn Maggýar er í næstu götu svo hún mun labba í skólann eða hjóla. Þetta er lítill skóli eða svipað og hér á Sigló, það eru 150 krakkar frá 0-9 bekk og eru krakkarnir að koma allstaðar að, það er rúta í eigu skólans sem sækir og skilar börnunum.
Maggý er mjög spennt enda búin að tala um lengi hvenær við ætlum að flytja, meira að segja er hún búin að segja þetta þegar við keyptum hér í Lækjargötunni.
Þá hefur hún verið að meina eitthvað annað en innan Siglufjarðar. Svo nú rætist óskin hennar heldur betur.
En Áki verður að keyra flutningabíl (innanlands) svo hann verður ekki í langtúrum. Kemur bara heim á daginn eins og í venjulegri vinnu. Síðast þegar hann keyrði þá var hann viku að heiman og kom á föstudegi eða laugardegi og var farinn aftur á sunnudegi.
Svo er þetta búið að vera lyginni líkast því við erum búin að selja báða bílana, svo nú er bara mótorhjólið mitt eftir. Svo erum við komin með 3 aðila sem vilja leigja íbúðina okkar.
Þetta er bara að ganga upp og fljótt fyrir sig að ég er varla búin að átta mig á þessu.

Mótorhjólaferð í DK

Nú er að koma að þessu skal ég nú bara segja ykkur!
Við eigum flug mánudags morgun og ætlum við að fara á hótel í keflavík á morgun.
Það er nú bara í fyrsta skipti sem ég prufa það. Líka verður mega næs að þurfa ekki að vakna of snemma til að ná fluginu það verður svo stutt á völlinn.
En mánudagurinn fer líklegast bara í ferðalag þar sem við fengum ekki flug til Billund (byrjar ekki fyrr en í maí) og þurfum þ.a.l. að fara frá köben til suður jótlands. En ég get lofað ykkur því að þriðjudagurinn verður helgaður hjólinu, klappa því og skipta um olíu og ætli ég þvoi það ekki bara sjálf svona einu sinni sakna þess svo mikið sko. Svo verður maður nú að prufa það aðeins svona til að sjá að allt sé ok.
Svo fer ég 2.maí niður í padborg að hitta allar wrwr gellurnar og þaðan förum við upp í Aabenraa í gistingu. Síðan er það 3.maí sem við förum af stað til köben að hitta svíana 🙂
Þetta er svo spennandi leyfi ykkur að fylgjast með.

Guðni Th.

Ég fékk lánað hjól og fatnað og fór í hjólaferð með fjölskyldunni minni, B.A.C.A. á sumardaginn fyrsta. Við fylgdum Forseta Íslands á Audi’inum hans niður í skeifu þar sem hann hitti Blátt Áfram sem var að byrja sölu á ljósinu sínu. Keypti hann fyrsta ljósið og þá gat salan hafist. Ég notaði tækifærið og keypti líka eins og forsetinn okkar.
Svo fylgdum við honum áleiðis tilbaka.
Við ætluðum svo að hjóla niður á torg en hvað sem við reyndum var allstaðar lokað vegna einhvers hlaups sem í gangi var, svo ekki komumst við þangað.
En váá hvað það var geggjað að komast út að hjóla! Raven lánaði mér hjólið sitt og það var eins og hugur minn, fannst ég bara vera að hjóla á mínu hjóli svo gott var það.

Miðvikudagur

Mér er búið að finnast í allan dag að það væri komin föstudagur.  Bæði var ég að vinna til 19 í dag í Vínbúðinni sem er föstudags opnun og svo eru komnir páskar.
En svona er þetta bara og það er nú barasta miðvikudagur…

Sem leiðir mig að öðru sem er að ég er búin að vera á ketó í níu daga.  Ég var með þvílíka ketó flensu í gær og svo fram að kl. 15 í dag.  Það var hausverkur, ógleði, svimi og þreyta.  En ég borðaði mikið grænt í gær og í dag og það hefur örugglega haft sitt að segja að hún varði ekki lengur en þetta.  ENN hvað haldið þið? það eru fokin 3 kg á þessum níu dögum! Hreint ótrúlegt. Svo er öll nartþörf horfin, ég drekk rosalega mikið vatn (kristal), meira að segja er ég farin að þamba eina dós rétt fyrir háttinn, vakna svo í spreng.

Annars er ekkert annað að frétta nema að ef ég er ekki í vinnunni þá er ég uppi í fjalli í sjoppunni 🙂 Mig langar nú samt að stelast eina ferð en ég finn bara hvernig mér versnar í hnénu við að stappa í vinnunni þannig að ég held það sé ekki ráðlagt að fara á skíði.

🙂

Dagur fimm

Þá er ég búin að vera 5 daga á ketó og það gengur vel.  Dagur tvö var erfiðastur, shift hvað mig langaði í allt og sérstaklega prótein stykkin mín!  Eeeeen ég lifði daginn af.
Svo var það dagurinn í dag….. OMG. Var æi sjoppunni í allan dag og við erum að tala um, samlokur, pylsur, hamborgarar og franskar, vöfflur með sultu og rjóma, kleinuhringir,heitt kakó og nammi.
En mín tæklaði þetta létt! Fyrstu klukkutímarnir voru erfiðastir því ég byrja yfirleitt á því að fá mér vöfflu með sultu og rjóma þegar ég mæti.  Þetta var meira svona að muna að ekki að stinga upp í sig heldur en að langa í.  Svo um þrjúleitið fékk ég mér hammara með osti og sleppti brauðinu, það var ljúft og rann vel niður, þá var mín líka mega sátt 🙂
En dagarnir hafa verið mjög fljótir að líða svo ég hef engar áhyggjur af þessu.  Það er sagt að þegar þú byrjar á ketó áttu að taka tvær vikur í röð á hreinu ketó og síðan eftir þær máttu hlaða.  Með því að hlaða þá þíðir það að þú mátt taka einn dag sem þú borðar kolvetni.  í mínu tilfelli verður það föstudagskvöld til Laugardagskvölds.  Semsagt föstudagskvöldmaturinn getur verið pizza eða pasta eða álíka og svo gæti ég endað kvöldið á nammikvöldi.  Síðan sé ég fyrir mér amerískar pönnukökur í morgunmat og eitthvað sukk og enda svo daginn á sukk kvöldverði og þá er hleðslan búin.
Svo tekur við vika og svo endurtekur þetta sig. En það mikilvæga í þessu er þegar þú byrjar að borða ketó í tvær vikur fyrst, ekkert svindl.
Ég er nú þegar farin að kanna hvort Egils Lite bjórinn sé ekki bara ketó vænn en hef fundið á einum stað að hann sé með 1 eða 2,6 carbs. Þá er ég að tala um 330ml.  Ef þetta reynist rétt gæti ég hugsanlega mögulega fengið mér einn á viku og ekki endilega á hleðsludögum.  En eins og er langar mig ekki í en ef ég fæ skilaboð frá vinkonu að þá slæ ég til og leyfi mér einn…. En ef einhver veit eitthvað um þetta mál þar að segja með þessi kolvetni þá endilega segjið mér það og ekki seinna en í gær, hahahaha.
Skál!

Klipping

Ég fékk í magann þegar ég las að Sirrý væri hætt að klippa.  En þar sem hún tók þessa ákvörðun var ekkert annað í stöðunni en að fara á stúfana.

Ég fór að leita af stofum á Akureyri og shift hvað þetta var erfitt að finna og velja. Því þetta er í raun bara gisk. Ég þekki ekkert inn á þennan bransa á Akureyri.
En eftir þó nokkuð “gúgl” fann ég stofu. Melti þetta aðeins og skoðaði svo aftur daginn eftir.
Jú þessa skildi ég prufa og varð Zone (http://zoneak.is) fyrir valinu.
Virtust vera góðar, allar með fallegt hár (hlítur að segja eitthvað).
Ég mætti vel fyrir tímann til að taka þær út og stofuna.  Þetta er snyrtilegt og einn ungur herramaður var í klippingu.  Svo fór ein kona í stólinn og svo kom að mér.  Jonna tók á móti mér og ég lísti minni raunarsögu með hárið mitt og hana Sirrý og standardinn væri þar að leiðandi hár!
Einnig fengu þær söguna líka þegar ég hringdi og pantaði en þetta þurfti að vera mjög skýrt að hver sem væri fengi nú bara ekki að gera bara eitthvað við hárið á mér.
Það kom svo í ljós eftir klippinguna að Jonna hefur greinilega verið sérvalin í verkið.
Jæja en allavega þá var ég sést í stólinn og hún spurði út í hárið hvernig það væri og hvernig það tæki við og hvað veit ég ekki.  Ég sendi nú bara skilaboð á Sirrý mína og hún reddaði þessu.
En Jonna sko, þvílíkur fagmaður!  Hún setti aflitun í hárið og þorði svo ekki að hafa það of lengi í þar sem hún þekkir ekki á mér hárið, svo hún skolaði mig og setti gráan tón í hárið (að minni ósk), svo þurrkaði hún og sagði neeee, ég ætla að setja smá aflitun í viðbót…. þá þarf ég semsagt annað hvort sterkari eða lengri tíma með efninu sem þær nota.
Svo þegar hún var búin að þessu þá sagði hún, eigum við ekki að prufa svona fjólubleikann tón? Held það verði geggjað, þessi grái var ekki að gera sig.  Ég sem var orðin öllu rólegri og leist sem sé mjög vel á vinnubrögðin sagði já prufum það.
Svo hún setti það í og omg! þetta er geðveikt!  Sko þetta snýst bara um hvað mér finnst, ekki ykkur.

En vá svo kom að því að borga! shift hvað mér kveið fyrir en hei þetta var bara mjög flott verð. Ég var búin að reikna með 4-5þ krónum meira en ég borgaði.
Vel gert Zone og Jonna þangað fer ég aftur það er sko á hreinu.
Held ég hafi barasta fundið mína Akureyrísku Sirrý 😀 Ég er svo ánægð, jibbííííií.

Ketó

Jæjjjjjaaa!

Jújú haldið þið ekki að mín sé byrjuð á ketó.  Byrjaði bara í dag kl. 13.42 ca…. fékk hjá minni bestu skinku með havarti osti og ég gæti nú bara vanist því en þar sem mér datt nú ekki í hug að kaupa ostinn á Akureyri þar sem ég var nú stödd þar. En ég fór í Kjörbúðina og hann var ekki til svo það verður bara að bíða betri tíma.

En ussss það verður beikon og egg í morgunmat á morgun.  Sem er svolítið bras því þá þarf ég að borða hann, sko morgunmatinn.  Ég hef hingað til bara borðað um hádegi og hefur það bara verið fínt sko bara 4+ kaffibollar á morgnana og liðið mjög vel 🙂

Ég prufaði svona smá ketó át í janúar og það fór ekki vel í mig. Held að það hafi verið aðeins og mikið af rjómanum sem gerði þetta ekki gerlegt þá því maginn bara meikaði þetta ekki. Samt hef ég heyrt af ketóflensu og allavega en þekki þetta ekki nægilega til að vita hvort þetta hafi verið eðlilegt eða ekki.
Allavega ég ætla að borða öðruvísi en hinir hér á heimilinu, minni rjóma og kannski meira grænt.  Ég þarf að kynna mér þetta aðeins betur.

Fyrsti dagurinn gékk bara vel enda kannski bara hálfur þar sem mér datt þetta ekki í hug fyrr en um miðjan dag í dag!

En það er greinilega ekki öll ketóvitleysan eins hahaha.

Raflost

Þegar ég var sem veikust fór ég í svokallaðar raflost meðferðir.

Sama og Gunnhildur Una er að segja frá í Fréttablaðinu…. https://www.frettabladid.is/lifid/missti-minnid-eftir-raflost/

Ég upplifði þetta minnisleysi líka og það er margt sem ég man ekki enn þann dag í dag.
Það er eins og eitthvað hafi gerst í hausnum á mér, mér gengur illa að muna hluti td. sem mér er sagt og sem ég les.
Mér er minnistætt (sem er orð sem á ekki heima í þessu bloggi, hahaha) en þegar ég var útskrifuð af geðdeild 23.desember frekar en 24.desember að þá var ég búin að fara í svo fáar meðferðir í þessari umferð að hann sannfærði mig um að fara í eina tvöfalda raflostmeðferð. Ég hafði ekki hugmynd hvað þetta átti eftir að hafa í för með sér en guð minn góður hefði ég bara vitað.  Læknirinn sem btw er mjög fær og næs stuðaði mig báðu meginn eins og hann orðaði það. Þá er það víst þannig að í þessum meðferðum að þá er stuðað bara öðru megin í höfðinu.
Ég semsagt fékk báðu megin og þegar ég kom heim til að halda jól, varð ég jafn forvitin að vita hvað hver fékk því ég mundi ekki neitt. Ekki einu sinni að ég hefði keypt þessar gjafir. Ég þurfti til dæmis að hringja í systir mína og spyrja hana hvað ég hefði nú gefið þeim í jólagjöf.  Það var fyrst þá að ég gerði mér grein fyrir hvað þetta var búið að gera mér.  Það hafði þurkast út 2-3 mánuðir fyrir meðferð.

Svo þetta viðvarandi minnisleysi og hversu erfitt er að muna hluti.  Það er nefnilega þannig að það er ekki hægt að skrifa allt á vefjagigtina.  Það var í rauninni ekki fyrr en ég las þessa grein að ég gerði mér grein fyrir stöðunni.  Ég tel það alveg eðlilegt vefjalega séð að gleyma að gera eitthvað eða hvað þú ætlaðir að gera inn í eldhúsi en mannst ekkert þegar þú kemur þangað inn.  En ég er að tala um td. ef ég heyri eitthvað nýtt orð eða er að lesa bók og svo nokkrum vikum síðar mannstu ekki um hvað bókin var. Svona hlutir sem tolla bara ekki.  Þetta er voða hvimleitt.

En ég man hversu mikið mér var illt í kjálkanum og strengirnir sem ég fékk eftir þetta og þreytan, þurfti alltaf að leggja mig á eftir.  Veit ekki hvort það hafi verið svæfingin eða hvað sem gerði mig svona þreytta eða átökin sem áttu sér stað.  Allavega ef þér stendur þetta einhverntíma til boða skaltu segja pennt nei takk!
Veit ekki hvort sé verra að líða illa eða muna ekki…. kannski áttir þú bara ekkert að muna hvað þér leið illa eftir að fara í svona meðferð.

Slysið fræga

Nú þarf ég að segja ykkur frá því fyndnasta slysi sem ég hef lent í!
Ég og Maggý fórum upp í fjall í janúar að mig minnir, allavega var þetta fyrsta ferðin hennar eftir síðasta vetur.
Maggý fer upp með lyftunni en ákveður svo að fara úr á staur nr. 2 (sem betur fer).
Hún byrjar að renna og ég sé hana bara koma niður á þessari líka blússandi siglingu!
Haldið þið ekki að daman hafi verið búin að gleyma að maður á að nýta brekkuna og fara sikk-sakk eða hvernig maður segir þetta.  ooooooooooog hún var búin að gleyma líka hvernig ætti að bremsa….
Ég var sem betur fer eða ekki ágætlega ofarlega í brekkunni og snögglega lít aftur fyrir mig og hugsa, hún mun lenda á skíðaskálanum og ég þarf að skafa hana af….
Svo hvað geri ég? jú ég gerði mér lítið fyrir og stekk fyrir hana með þeim afleyðingum að það kom þessi svaka skellur á kéllu og ég kastaðist upp í loftið og lenti mjög svo harkalega í jörðinni 😮
Þetta kostaði marga auma bletti og hnéð fór eitthvað til fjandans. Mín var hin hressasta, enda lenti hún aldeilis á mjúku og hló bara og sagði þetta var gaman :/  hvort það hafi verið ferðin niður eða skellurinn er ég ekki viss um, það eina sem ég er viss um að þann 05.apríl kom út úr segulómun á hné að ég er með rifu í liðþófa….
Það kostar aðgerð en þetta eru bara nokkur göt sem eru gerð svo ekkert stórt, en ég er sko að fara í mótorhjólaferð svo ekki læt ég laga þetta áður.  Svo það er eins gott að hnéð hagi sér á meðan.
En já það er samt ekki annað hægt en að hlægja af þessu 🙂