Þá erum við endanlega lent hér í Danaveldi því við erum búin að selja íbúðina okkar á Sigló.
Verð nú samt að segja ykkur annað sem kemur þessu bókstaflega ekkert við en það er að við þessar breytingar hér í húsinu í DK, setja nýtt gólf og hræra í gamla baðherberginu hefur hreyft við…… KÓNGULÓUNUM!!!! UGGGGHHHH!!! en sem betur fer eru þetta þessar þunnu langbeinuðu svo maður nær þeim með bréfi eða ryksugunni bara. Þær eru ekki svo fljótar á sér greyjin. En dj…. er þetta mikill viðbjóður, en ég get huggað mig við að þegar þetta allt er búið að þá verð ég vonandi búin að ná þeim flestum. Og já ég er að skella þessu á breytingarnar, ég neyta að trúa á að þetta er svona á hverju ári þegar fer að sumra. Ég man ekkert sérstaklega eftir þessu frá því að við bjuggum í DK síðast en kannski vegna þess að þetta er svona næstum því allt í lagi kongulær. Annað en þessar stóru svörtu þá færi ég nú bara upp á stól sko.
En lífið hér í DK er að komast í “eðlilegt” form eftir Covid19 eða fólk er orðið kærulausara, en ég spritta mig mörgum sinnum á dag samt, meira að segja hér heima. Er með spritt inn á baði og inni í eldhúsi og svo í bílnum og já í mótorhjólatöskunni.
En svo þarf ég líka að láta vorkenna mér aðeins, er svoleiðis að sálast í mjóbakinu. Drattaðist í nudd á föstudaginn síðasta og svo var ég hjá Kíró í gær. Ég varð ekkert betri en ég var svo bólgin og stíf að hún náði ekki í gegn svo ég þarf að fara aftur til hennar á föstudaginn. Ég á líka nudd um morguninn svo kannski hjálpar þetta tvennt eitthvað. Ég ætla nefninlega að komast á fund á mótorhjólinu á sunnudaginn. Svo eins gott að þetta verði betra. En áður hef ég fengið þennan verk sem bara varir í 2-3 daga og svo búið en ekki núna búin að vera í næstum 2 vikur. En væl búið.
Maggý er að fara í afmæli á morgun eftir skóla og fær að fara með rútunni, hún er mega spennt, sko fyrir afmælinu og rútunni. Svo fer hún með skólanum á föstudaginn til Römö sem er strönd og veðrið verður geggjað svo eins gott að muna eftir sólarvörninni.
Svo eigum við svo gott fólk hér í kringum okkur og nágranninn á móti gaf okkur kerru svo hér er hún notuð óspart til að fara með rusl sem kemur frá þessum framkvæmdum og það besta við það er að það er kona sem “á” gámasvæðið og var hér líka síðast þegar við bjuggum hér. Hún er svo leiðinleg við Áka að hún gramsar í kerrunni og gefur honum þvílíku fyrirmælin um hvert hvað á að fara. Svo er ég búin að fara 2svar og hún er ekkert annað en almennilegheitin. Hún gramsar ekki í kerrunni eða neitt og brosir bara til mín. Svo ætli ég verði ekki á haugunum næstu daga, haha.
Svo kynntumst við æðislegum Íslendingum sem komu alldeilis færandi hendi, þau komu með stærri kerru sem Joachim getur sett krossarann sinn á og farið á braut og keyrt. Ég fékk reiðhjól líka frá þeim og Maggý er ekkert smá ánægð með að Mamma geti hjólað með henni í skólann en rassinn hennar Mömmu er ekki eins ánægður, hahaha. Við fengum svo hjólbörur líka! Algjörlega geggjað!
Jæja nóg af bulli í bili 🙂