Jibbí jey!

Við er sko aldeilis búin að kaupa húsið sem við leigðum hér í DK. GEGGJAÐ!
Við græjuðum allt rétt um 1. maj en formleg yfirtaka var 15.05.2020.
Fyrsta sem við gerðum var að taka út innréttingu inni í þvottahúsi og komum fyrir fataskáp svo þvotturinn fer beint úr þurrkaranum og inn í skáb og svo er baðherbergið innaf þvottahúsinu svo þetta er eins og eitt stórt fataherbergi. Algjör lúxus.

Svo er Jochim fluttur til okkar kom 18.04.2020 og við parketlögðum herbergið hans og svo núna um helgina fóru þeir bræður og Joachim í að parketleggja stofurnar.

Óli og Rebekka eru nefnilega í heimsókn. Þau eru yndi bara ef þið vissuð það ekki ❤
Óli lenti í því að skríða ofan í lítið gat í gólfinu og skríða í sandi og kongulóavef (jakk) og hann var að laga undirstöður hér og þar fyrir gólfið og skoða hvernig þetta liti út þarna ofan í. Allt fékk góða einkunn og hann lagaði sem þurfti og svo kom hann haugskítugur upp.

Vil bara nefna að teppið sem var á var ógeð! það hefur verið límt niður en bara svona einhverstaðar, eins og það hafi bara verið hent slummu hér og þar, og svo blettirnir í plönkunum sem voru undir (oj) brennt hundapiss og límið sem var, var sumt með svona svörtum blettum (ugh).

En núna maður minn, ferska loftið í húsinu og hvað stofurnar hafa stækkað við þetta. Hefði ekki trúað að svona lítið myndi gera svona mikið.

Skólinn er aftur byrjaður hjá dömunni og það er búið að breyta aðeins stundarskránni en allt til hins góða bara. Kennarinn hafði samband við okkur og nú er búið að setja saman teimi í kringum hana og nú verður farið á fullt að vinna í dömunni. Það gengur ekkert smá vel að lesa og stærðfræðin er ekkert mál. Tala nú ekki um enskuna!

EN núna er komin háttartími á stúlkubarnið svo til next time……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.