Bara smá hint svona í byrjun…. ef þú þart að skrifa undir mikilvægt skjal td. þá mundu að skrifa 2020 ekki bara 20, því það getur einhver breytt því td. í 20(18). Semsagt alltaf að skrifa allt árið!
Jæja, hér úr DK er allt gott að frétta og fengum við þær fréttir 1.apríl (ég veit) að við gætum keypt húsið sem við erum í. Það þýðir þá að í stað fyrir að borga 6.000 í leigu munum við borga ca. 2.500-3.000 á mánuði. Svo það sem skeður hér er að maður borgar húsið niður en ekki bara vexti endalaust.
Við erum í samkomubanni eins og flestir en hér er líka búið að loka öllum skólum og var það gert fyrir 2 vikum síðan. Svo það er búið að vera “homeschooling” hérna. Það hefur gengið framar öllu og það er virkilega gaman að fylgjast með henni læra annað en þetta venjulega heimanám. Svo sé ég það að verkefnin sem hún tekur á netinu fyrir enskuna eru bara allt of létt fyrir hana! Hún átti td. að segja frá hvað hún sá á mynd sem var með veitingahúsi og orðin sem hún kann eru ótrúlega mörg, ég var alltaf jæja nú er þetta komið gott, en nei hún fann alltaf eitthvað meira, listinn var orðin svo langur að ég er viss um að kennarinn hefur ekki lesið hann allan. Svo næsta haust ætla ég að byðja um erfiðari verkefni fyrir hana. Það er gott núna að hún hafi eitthvað sem er létt og hún finnur að hún ráði við svona á meðan hún er að ná tökum á dönskunni.
Eftir heimanám er skylda að horfa á tvær myndir á dönsku, henni finnst það nú ekkert leiðinlegt að vera skipað til að horfa á sjónvarp, hahahaha.