Ég fór í dag í sjálfboðavinnu sem er á miðvikudögum frá 9-12.
Þar er verið að skrá gömul skjöl og einnig skanna inn helling af efni.
Þær voru 5 þarna eldhressar aðeins eldri en ég samt en þvílíkir gleðipinnar!
Ég ætla mér að mæta þarna á miðvikudögum því þær þurfa svo sannarlega hjálp (einnig eina með tölvukunnáttu) og svo var þetta bara svo gaman. Skoða eldgömul skjöl td. eitt frá 1824 sem var samningur um kaup á lóð. Þar var rínt og snúið til að lesa úr undirskriftum osf. Gömul danska og gaman að sjá bara hvað það er verið að gera. Svo skráist þetta inn jafnóðum og fer beint á netið í leitargrunninn. Semsagt mjög gaman að gera eitthvað annað og tala nú ekki um að geta hjálpað öðrum sem eru líka þakklátir fyrir aðstoð.
🙂