Við erum komin heim! Búin að koma okkur vel fyrir og þvílíkt sem mér líður vel hér og í húsinu. Okkur vantar nokkur húsgögn en það sem er hér er bara vel nothæft og er nóg í bili. Ég keypti lítin skeink, stofuborð og gestarúm á nytjamarkaði og það kemur í dag. Þau senda heim fyrir 40kr danskar sem er náttúrulega ekki neitt. En þau senda einu sinni í viku og hér er ekkert stress á okkur.
Maggý er búin að fara í heimsókn í skólann, lengd viðvera var opin í síðustu viku og fékk hún að vera með. Svo er hún komin með heimboð á morgun á tvo staði og svo komumst við að því að það er ein 7ára stelpa í nr. 20 semsagt við hliðina á okkur. Hún er í fríi en vonandi kemur þeim vel saman þegar hún kemur heim.
Áki kom heim á laugardaginn og er hann búinn að vera á fullu síðan að laga og ditta að og tala nú ekki um þrifin úti á verönd. Við fundum 2 geitungabú í þakskegginu og kemur gaurinn á eftir og tekur það seinna. Við nefnilega tókum ekki eftir nr. tvö fyrr en það var hætt að suða í nr. eitt. hahaha en já svona er þetta hér.
Við erum búin að fá þrjár heimsóknir á fjórtán dögum, eina frá Íslandi, eina frá Danmörku og svo eina frá Víetnam. Svo fáum við Íslendinga í heimsókn þann tuttugasta og annan júlí, þá verður farið í legoland og fleira.
Jökla er hin brattasta, það er bara ekkert að sjá að hún hafi farið í langt ferðalag og í flug, hún er bara eins og vanalega ef ekki bara öruggari með sig sem er yndislegt.
Over & Out.