Flutningar

Þetta er heldur betur að gerast hratt!
Allt virðist bara seljast….Bílarnir, mótorhjólið, mublurnar og leikföng og aðrir hlutir. Ég er mest búin að auglýsa á Siglfirðinga síðunni á fb og allt fer bara þetta er lyginni líkast. Það er bara eins og þetta eigi að gerast, það er hreinlega allt að ganga upp.

Við ætlum að ganga frá flugmiðum fyrir mig og Maggý og svo ferjumiða fyrir Áka á morgun. Þá er þetta orðið í alvöru.
Dótið fer í kassa núna á næstu dögum, er reyndar búin að setja mikið í kassa en allt það sem við erum að nota er eftir. En málið er að ég þarf að klára þetta síðasta lagi þann 13.júní þar sem við erum að fara suður þann 14.júní og við komum ekki heim fyrr en þann 16.júní og þá þurfa kassarnir að fara daginn eftir inn á Akureyri og verða settir þar í bíl sem ferjar þetta fyrir okkur út til Danmerkur.
Jökla er að fara í sprautu á miðvikudaginn og þarf einhverjar fleiri væntanlega en hún fer með mér og Maggý í flugið.
Hún er óttarleg kisa greyjið svo ég vona að flugið fari ekki illa með hana. Ég mun hafa standslausar áhyggjur af henni í öllu fluginu, það er bara þannig sko. Það er sér rými sem er upphitað fyrir dýr en það er þar sem farangurinn er held ég 😮

En við fengum leigusamninginn undirritaðan frá DK í dag svo það er allt klappað og klárt þar. Ég er búin að finna mér mótorhjól sem mig langar í 🙂 og við erum búin að finna okkur bíl líka. Eina sem vantar eru danskar kennitölur svo við getum drifið í þessum kaupum öllum.

En spáið í því að það er svo dýrt að flytja dótið út að það kemur betur út að selja það sem við eigum og kaupa alveg nýtt úti, gámur kostar milli 500-800 þúsund.
Bara fjögur bretti sem við tökum með okkur er 220 þúsund. Svo kostar 50 þúsund að flytja dótið til Akureyrar. En svona er það þegar maður á orðið svo mikið af persónulegum munum eða hlutum sem þú getur ekki keypt að þá verður maður að taka það með. Annars eru kannski fjögur bretti ekki svo mikið á því eru líka eitt hjónarúm og eitt barnarúm.

En allavega þetta er að gerast!!!! Danmark vi er på vej!!!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.