Miðvikudagur

Mér er búið að finnast í allan dag að það væri komin föstudagur.  Bæði var ég að vinna til 19 í dag í Vínbúðinni sem er föstudags opnun og svo eru komnir páskar.
En svona er þetta bara og það er nú barasta miðvikudagur…

Sem leiðir mig að öðru sem er að ég er búin að vera á ketó í níu daga.  Ég var með þvílíka ketó flensu í gær og svo fram að kl. 15 í dag.  Það var hausverkur, ógleði, svimi og þreyta.  En ég borðaði mikið grænt í gær og í dag og það hefur örugglega haft sitt að segja að hún varði ekki lengur en þetta.  ENN hvað haldið þið? það eru fokin 3 kg á þessum níu dögum! Hreint ótrúlegt. Svo er öll nartþörf horfin, ég drekk rosalega mikið vatn (kristal), meira að segja er ég farin að þamba eina dós rétt fyrir háttinn, vakna svo í spreng.

Annars er ekkert annað að frétta nema að ef ég er ekki í vinnunni þá er ég uppi í fjalli í sjoppunni 🙂 Mig langar nú samt að stelast eina ferð en ég finn bara hvernig mér versnar í hnénu við að stappa í vinnunni þannig að ég held það sé ekki ráðlagt að fara á skíði.

🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.