Dagur fimm

Þá er ég búin að vera 5 daga á ketó og það gengur vel.  Dagur tvö var erfiðastur, shift hvað mig langaði í allt og sérstaklega prótein stykkin mín!  Eeeeen ég lifði daginn af.
Svo var það dagurinn í dag….. OMG. Var æi sjoppunni í allan dag og við erum að tala um, samlokur, pylsur, hamborgarar og franskar, vöfflur með sultu og rjóma, kleinuhringir,heitt kakó og nammi.
En mín tæklaði þetta létt! Fyrstu klukkutímarnir voru erfiðastir því ég byrja yfirleitt á því að fá mér vöfflu með sultu og rjóma þegar ég mæti.  Þetta var meira svona að muna að ekki að stinga upp í sig heldur en að langa í.  Svo um þrjúleitið fékk ég mér hammara með osti og sleppti brauðinu, það var ljúft og rann vel niður, þá var mín líka mega sátt 🙂
En dagarnir hafa verið mjög fljótir að líða svo ég hef engar áhyggjur af þessu.  Það er sagt að þegar þú byrjar á ketó áttu að taka tvær vikur í röð á hreinu ketó og síðan eftir þær máttu hlaða.  Með því að hlaða þá þíðir það að þú mátt taka einn dag sem þú borðar kolvetni.  í mínu tilfelli verður það föstudagskvöld til Laugardagskvölds.  Semsagt föstudagskvöldmaturinn getur verið pizza eða pasta eða álíka og svo gæti ég endað kvöldið á nammikvöldi.  Síðan sé ég fyrir mér amerískar pönnukökur í morgunmat og eitthvað sukk og enda svo daginn á sukk kvöldverði og þá er hleðslan búin.
Svo tekur við vika og svo endurtekur þetta sig. En það mikilvæga í þessu er þegar þú byrjar að borða ketó í tvær vikur fyrst, ekkert svindl.
Ég er nú þegar farin að kanna hvort Egils Lite bjórinn sé ekki bara ketó vænn en hef fundið á einum stað að hann sé með 1 eða 2,6 carbs. Þá er ég að tala um 330ml.  Ef þetta reynist rétt gæti ég hugsanlega mögulega fengið mér einn á viku og ekki endilega á hleðsludögum.  En eins og er langar mig ekki í en ef ég fæ skilaboð frá vinkonu að þá slæ ég til og leyfi mér einn…. En ef einhver veit eitthvað um þetta mál þar að segja með þessi kolvetni þá endilega segjið mér það og ekki seinna en í gær, hahahaha.
Skál!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.