Klipping

Ég fékk í magann þegar ég las að Sirrý væri hætt að klippa.  En þar sem hún tók þessa ákvörðun var ekkert annað í stöðunni en að fara á stúfana.

Ég fór að leita af stofum á Akureyri og shift hvað þetta var erfitt að finna og velja. Því þetta er í raun bara gisk. Ég þekki ekkert inn á þennan bransa á Akureyri.
En eftir þó nokkuð “gúgl” fann ég stofu. Melti þetta aðeins og skoðaði svo aftur daginn eftir.
Jú þessa skildi ég prufa og varð Zone (http://zoneak.is) fyrir valinu.
Virtust vera góðar, allar með fallegt hár (hlítur að segja eitthvað).
Ég mætti vel fyrir tímann til að taka þær út og stofuna.  Þetta er snyrtilegt og einn ungur herramaður var í klippingu.  Svo fór ein kona í stólinn og svo kom að mér.  Jonna tók á móti mér og ég lísti minni raunarsögu með hárið mitt og hana Sirrý og standardinn væri þar að leiðandi hár!
Einnig fengu þær söguna líka þegar ég hringdi og pantaði en þetta þurfti að vera mjög skýrt að hver sem væri fengi nú bara ekki að gera bara eitthvað við hárið á mér.
Það kom svo í ljós eftir klippinguna að Jonna hefur greinilega verið sérvalin í verkið.
Jæja en allavega þá var ég sést í stólinn og hún spurði út í hárið hvernig það væri og hvernig það tæki við og hvað veit ég ekki.  Ég sendi nú bara skilaboð á Sirrý mína og hún reddaði þessu.
En Jonna sko, þvílíkur fagmaður!  Hún setti aflitun í hárið og þorði svo ekki að hafa það of lengi í þar sem hún þekkir ekki á mér hárið, svo hún skolaði mig og setti gráan tón í hárið (að minni ósk), svo þurrkaði hún og sagði neeee, ég ætla að setja smá aflitun í viðbót…. þá þarf ég semsagt annað hvort sterkari eða lengri tíma með efninu sem þær nota.
Svo þegar hún var búin að þessu þá sagði hún, eigum við ekki að prufa svona fjólubleikann tón? Held það verði geggjað, þessi grái var ekki að gera sig.  Ég sem var orðin öllu rólegri og leist sem sé mjög vel á vinnubrögðin sagði já prufum það.
Svo hún setti það í og omg! þetta er geðveikt!  Sko þetta snýst bara um hvað mér finnst, ekki ykkur.

En vá svo kom að því að borga! shift hvað mér kveið fyrir en hei þetta var bara mjög flott verð. Ég var búin að reikna með 4-5þ krónum meira en ég borgaði.
Vel gert Zone og Jonna þangað fer ég aftur það er sko á hreinu.
Held ég hafi barasta fundið mína Akureyrísku Sirrý 😀 Ég er svo ánægð, jibbííííií.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.