Slysið fræga

Nú þarf ég að segja ykkur frá því fyndnasta slysi sem ég hef lent í!
Ég og Maggý fórum upp í fjall í janúar að mig minnir, allavega var þetta fyrsta ferðin hennar eftir síðasta vetur.
Maggý fer upp með lyftunni en ákveður svo að fara úr á staur nr. 2 (sem betur fer).
Hún byrjar að renna og ég sé hana bara koma niður á þessari líka blússandi siglingu!
Haldið þið ekki að daman hafi verið búin að gleyma að maður á að nýta brekkuna og fara sikk-sakk eða hvernig maður segir þetta.  ooooooooooog hún var búin að gleyma líka hvernig ætti að bremsa….
Ég var sem betur fer eða ekki ágætlega ofarlega í brekkunni og snögglega lít aftur fyrir mig og hugsa, hún mun lenda á skíðaskálanum og ég þarf að skafa hana af….
Svo hvað geri ég? jú ég gerði mér lítið fyrir og stekk fyrir hana með þeim afleyðingum að það kom þessi svaka skellur á kéllu og ég kastaðist upp í loftið og lenti mjög svo harkalega í jörðinni 😮
Þetta kostaði marga auma bletti og hnéð fór eitthvað til fjandans. Mín var hin hressasta, enda lenti hún aldeilis á mjúku og hló bara og sagði þetta var gaman :/  hvort það hafi verið ferðin niður eða skellurinn er ég ekki viss um, það eina sem ég er viss um að þann 05.apríl kom út úr segulómun á hné að ég er með rifu í liðþófa….
Það kostar aðgerð en þetta eru bara nokkur göt sem eru gerð svo ekkert stórt, en ég er sko að fara í mótorhjólaferð svo ekki læt ég laga þetta áður.  Svo það er eins gott að hnéð hagi sér á meðan.
En já það er samt ekki annað hægt en að hlægja af þessu 🙂

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.