Raflost

Þegar ég var sem veikust fór ég í svokallaðar raflost meðferðir.

Sama og Gunnhildur Una er að segja frá í Fréttablaðinu…. https://www.frettabladid.is/lifid/missti-minnid-eftir-raflost/

Ég upplifði þetta minnisleysi líka og það er margt sem ég man ekki enn þann dag í dag.
Það er eins og eitthvað hafi gerst í hausnum á mér, mér gengur illa að muna hluti td. sem mér er sagt og sem ég les.
Mér er minnistætt (sem er orð sem á ekki heima í þessu bloggi, hahaha) en þegar ég var útskrifuð af geðdeild 23.desember frekar en 24.desember að þá var ég búin að fara í svo fáar meðferðir í þessari umferð að hann sannfærði mig um að fara í eina tvöfalda raflostmeðferð. Ég hafði ekki hugmynd hvað þetta átti eftir að hafa í för með sér en guð minn góður hefði ég bara vitað.  Læknirinn sem btw er mjög fær og næs stuðaði mig báðu meginn eins og hann orðaði það. Þá er það víst þannig að í þessum meðferðum að þá er stuðað bara öðru megin í höfðinu.
Ég semsagt fékk báðu megin og þegar ég kom heim til að halda jól, varð ég jafn forvitin að vita hvað hver fékk því ég mundi ekki neitt. Ekki einu sinni að ég hefði keypt þessar gjafir. Ég þurfti til dæmis að hringja í systir mína og spyrja hana hvað ég hefði nú gefið þeim í jólagjöf.  Það var fyrst þá að ég gerði mér grein fyrir hvað þetta var búið að gera mér.  Það hafði þurkast út 2-3 mánuðir fyrir meðferð.

Svo þetta viðvarandi minnisleysi og hversu erfitt er að muna hluti.  Það er nefnilega þannig að það er ekki hægt að skrifa allt á vefjagigtina.  Það var í rauninni ekki fyrr en ég las þessa grein að ég gerði mér grein fyrir stöðunni.  Ég tel það alveg eðlilegt vefjalega séð að gleyma að gera eitthvað eða hvað þú ætlaðir að gera inn í eldhúsi en mannst ekkert þegar þú kemur þangað inn.  En ég er að tala um td. ef ég heyri eitthvað nýtt orð eða er að lesa bók og svo nokkrum vikum síðar mannstu ekki um hvað bókin var. Svona hlutir sem tolla bara ekki.  Þetta er voða hvimleitt.

En ég man hversu mikið mér var illt í kjálkanum og strengirnir sem ég fékk eftir þetta og þreytan, þurfti alltaf að leggja mig á eftir.  Veit ekki hvort það hafi verið svæfingin eða hvað sem gerði mig svona þreytta eða átökin sem áttu sér stað.  Allavega ef þér stendur þetta einhverntíma til boða skaltu segja pennt nei takk!
Veit ekki hvort sé verra að líða illa eða muna ekki…. kannski áttir þú bara ekkert að muna hvað þér leið illa eftir að fara í svona meðferð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.