Jebb þið lásuð rétt! Orlando eina ferðina enn 😀
Það er nú helst það að frétta að ég hef ekki hreyft mig hænuskref síðan ég var í Burn Boot Camp með henni Olgu minni í apíl-maí!  Ég gjörsamlega ákvað að njóta bara og svo var skrokkurinn enn að mótmæla harðlega eftir að ég kom heim frá Olgu (ég gerði ekki útaf við mig í BBC) nei nei hvaða vitleysa er þetta 🙂
En svo ætlaði ég að byrja í ræktinni og búin að fresta því út í það óendanlega að mér finnst þar sem það er svo mikið búið að vera á dagskrá hjá mér, ennnnnnnn núna þegar ég kem heim í lok næstu viku fer þetta allt að snúast, ætla að jafna mig samt aðeins á fluginu akstrinum og tímamismuninum en svo er ég good to go! og engin afsökun lengur.

En sem sagt þá er ég komin til Orlando eða réttara sagt Kissimmee og búin að vera í viku núna og á eina eftir.  Ég ákvað fyrir nokkru að aðstoða stúlku 40+ eru stúlkur sko! með lillann hennar í fluginu frá Íslandi til Orlando þar sem hún er svo til ný komin úr aðgerð. Þetta er meira svona haltur leiðir blindann dæmi hahahahaha, en ég er búin að vera mjög góð í skrokknum undanfarna daga en ef ég gleymdi LDN’inu þá er ég focked….. En þá taka verkjalyfin við þann daginn en það er ekkert sem ég er á að staðaldri eftir að ég fékk LDN’ið 🙂 En semsagt ég er au-pair í 2 vikur og barnið er svo yndislegt hann er að verða 2gja núna í október og hann er algjör bræðingur og sem betur fer tók hann mér strax (enda ekki annað hægt hóst hóst)
og vill vera hjá mér og ég mátti svæfa hann eitt kvöldið sem var svo kósý, ég saknaði Maggýinnar minnar svolítið mikið það kvöld 🙂

Maggý átti afmæli daginn eftir að ég fór út og sama dag kvaddi Robbi frændi :/
Hann var svo jarðaður í gær og var ég svo sorgmædd að komast ekki í jarðarförina hans. Eins gerðist það þegar ég var í Orlandó síðast að þá kvaddi Jókka frænka og ég komst heldur ekki í jarðarförina hennar.
Þetta eru ástvinir sem maður vill fylgja alla leið og það er svo erfitt að vera ekki tilstaðar fyrir ættingjana líka heldur bara að vera að “leika” sér einhverstaðar 🙁 Æji en þau skilja þetta ég veit það innst inni <3

En vigtin krakkar mínir vigtin hún er búin að standa í stað síðan um páska! jebb eftir öll páskaeggin, mc dónaldsana, burger king’ana og ég veit ekki hvað og hvað. En muniði ég ætla að byrja í ræktinni þegar ég kem heim og ætla ég að vinna í því að á næsta ári verði ég búin að missa 8 kg. fyrir sumarið.
Ég er búin að leyfa mér allt nammi öll sætindi og allt, búin að drekka bjór eins og engin sé morgundagurinn enda fengum við dani í heimsókn og það þýddi bara bjór uppá hvert einasta kvöld. Það eina sem ég ætla að gera samhliða ræktinni er að minnka bjórdrykkjuna þar sem ég ætla að vinna í maganum í vetur, ég veit að ég næ þessu ekki öllu af mér sjálf þar sem það er svo mikið laust skinn og þess háttar en ég get nú alveg reynt að fá sixpack þarna undir og svo láta taka þetta þegar tími og peningar gefast, en það er á ársplaninu hjá mér 🙂

Nóg rugl í bili veð úr einu í annað en over and out!